Í rannsóknarriti Seðlabanka Ítalíu kemur fram að það sé neikvæð fylgni milli áhættutöku og því að konur séu til staðar í stjórnum banka. Um er að ræða rammsókn sem nær til áranna 1994 til 2010. Fjallað er um málið á vefnum Centralbanking.com .

Á meðal þess sem kemur einnig fram er að fáar konur eru hátt settar í bankakerfinu og að finna megi dæmi um mismunun. Höfundarnir, Silvia Del Prete og Maria Lucia Stefani, setja það í samhengi við fylgnina milli minni áhættutöku og stöðu kvenna í stjórnum banka. Þeir segja að ein af ástæðunum fyrir því að konur eru ekki valdar í stjórnir sé minni vilji til að taka áhættu.

Ítalir eru við það að fara að innleiða kynjakvóta fyrir ítalska banka þar sem kveðið verður á um að 30% stjórnarmeðlima verði af hvoru kyni. Höfundarnir telja þetta góða náttúrulega tilraun ef hún verður sett í framkvæmd.