Áheit að upphæð 22,2 milljónir króna, sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðinn laugardag verða afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, segir í fréttatilkynningu.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, flytur ávarp og þá mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ávarpa samkomuna. Starfsmenn Glitnis sem hlupu í maraþoninu afhenda fulltrúum góðgerðarsamtaka söfnunarféð.

Í tilkynningunni segir að alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og hét bankinn á þá með því að greiða 3.000 krónur til góðgerðarmála fyrir hvern hlaupinn kílómetra.
Starfsmennirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og hvaða góðgerðarsamtök skyldu njóta framlagsins. Alls var hlaupið í þágu 55 samtaka og námu áheit bankans alls 13,6 milljónum króna.

Starfsmennirnir skoruðu ennfremur á almenning, vini og vandamenn, að leggja sitt af mörkum og heita á þá og þannig söfnuðust um 8,6 milljónir króna til viðbótar. Heildarupphæð áheita fór því í um 22,2 milljónir króna. Þegar lagðar eru saman vegalengdirnar sem starfsmenn hlupu kemur út heildarvegalengdin 4.380 kílómetrar.

Eftirtaldir fulltrúar góðgerðarfélaga taka við áheitum fyrir þeirra hönd (innan sviga eru nöfn starfsmanna Glitnis sem afhenda áheitin):

Krabbameinsfélag Íslands: Sigurður Björnsson (Vilhelm Már Þorsteinsson afhendir)
Blátt áfram: Guðrún Ebba Ólafsdóttir (Lilja Pálsdóttir afhendir)
MS-félagið: Sigrún Ármannsdóttir (Sigrún Kjartansdóttir afhendir)
Spegillinn, forvarnasamtök um átröskun: Kolbrún Marelsdóttir (Sverrir Bjarni Sigursveinsson afhendir)
Björgunarsveitin Súlur: Friðfinnur Freyr Guðmundsson (Jóhannes Baldursson afhendir)
Umsjónarfélag einhverfra: Hjörtur Grétarsson (Erlendur Magnússon afhendir)
UNIFEM: Edda Jónsdóttir (Kristín Baldursdóttir afhendir)
Samtök sykursjúkra: Ómar Geir Bragason (Bala Kamallakharan afhendir)
Heilaheill: Bergþóra Annasdóttir (Guðrún Jónsdóttir afhendir)
Geðhjálp: Sveinn Magnússon (Silja Guðmundsdóttir afhendir)
Umhyggja: Ragna Marinósdóttir (Gunnlaugur Sveinsson afhendir)