Hagnaður Kaupþings á öðrum ársfjórðungi var lítillega yfir meðalspá greiningaraðila, sem hljóðaði upp á 13,8 milljarða króna. Greinendur voru síður en svo sammála um hvernig Kaupþingi myndi reiða af á fjórðungnum; lægsta spá gerði ráð fyrir tæpum sjö milljarða hagnaði en hæsta spá 33 milljörðum.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagðist vera sérstaklega ánægður með þóknanatekjur bankans á fjórðungnum, sem námu 14,3 milljöðrum og voru vel yfir meðalspá, sem og hæstu spá.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .