*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 11. október 2014 20:20

Áherslan alltaf gott kaffi

Kaffihúsið vinsæla Reykjavík Roasters opnar á næstu mánuðum nýtt útibú í Brautarholti.

Ritstjórn

Á næstu mánuðum mun kaffihúsið vinsæla, Reykjavík Roasters, víkka út starfsemi sína og opna nýtt útibú við Brautarholt 2 í Reykjavík. Kaffihúsið, sem opnaði undir nafninu Kaffismiðja Íslands árið 2008, hefur verið til húsa við Kárastíg 1 og breytti nafninu í Reykjavík Roasters á síðasta ári.

Fjórir eigendur standa að baki Reykjavík Roasters, þau Ingibjörg Jóna Sigurðardóttir, Torfi Þór Torfason, Þuríður Sverrisdóttir og Tumi Ferrer. Að sögn Ingibjargar Jónu hefur það staðið til í tvö ár að víkka út starfsemina en ekki hafi gefist tími til þess fyrr en núna. „Núna erum við á fyrstu stigunum í þessu,“ segir Ingibjörg um opnun kaffihússins. „Við erum ekki enn komin með leyfi en ferlið er komið býsna langt áleiðis þannig að við stefnum á að það opni fyrir jól.“