Íslenski kvikmyndaframleiðandinn ZikZak Filmworks hefur verið að færa sig yfir í svokallaða „genre“ kvikmyndagerð, en með því er átt við kvikmyndir sem falla í ákveðna undirflokka kvikmynda, eins og hrylling, fantasíur eða vísindaskáldskap. Fjallað er um ZikZak á vefsíðu Norræna kvikmyndasjóðsins og þar segir að fyrirtækið sé að færa sig frá framleiðslu arthouse mynda eins og Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og The Good Heart í leikstjórn Dags Kára.

Bent er á að séu tvær óvenjulegar myndir á vegum ZikZak, annars vegar Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar, en myndin er byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur og segir frá draugagangi í þorpi á Vestfjörðum.

Önnur sambærileg mynd, sem vonast er til að fari í framleiðslu á þessu ári er vísindaskáldsagan Z for Zachariah, sem byggð er á samnefndri sögu Robert C. O'Brien. Búið er að semja við Toby Maguire um að leika í myndinni og taka þátt í framleiðslu hennar og Craig Zobel mun leikstýra myndinni.