Góð mæting var á fund Nýherja þar sem sérfræðingarnir Bill Grady og Christopher Perrien frá IBM fóru yfir þær breytingar sem hin svokallaða aldamótakynslóð mun hafa á starfs- og stjórnunarhætti fyrirtækja á næstu árum.

Aldamótakynslóðin hefur all ólíkar væntingar og viðhorf til lífsins heldur en eldri kynslóðir (t.d Baby Boomers, X Generation), einkum þegar kemur að samskiptum, kauphegðun og menntun. Hún hefur alist upp við miklar samfélagsbreytingar á borð við hraðar tækniframfarir og aukna menntunarmöguleika.

Gert er ráð fyrir að Aldamótakynslóðin, fólk á þrítugs- og fertugsaldri, verði 50% alls vinnuafls árið 2015 og 75% árið 2025. Nú þegar er 50% allra viðskiptavina fyrirtækja af þessari kynslóð.

Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, heldur tölu.

Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þett var setið á fundinum líkt og myndin gefur til kynna.

Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Christopher Perrien, annar fyrirlesaranna.

Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fyrirlesararnir áttu ekki í erfiðleikum með að ná athygli fundargesta.

Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
Fundur Nýherja - Aldamótakynslóðin
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Bill Grady, sérfræðingur hjá IBM.