Fjallað verður um áhrif bætta samgangna á atvinnuuppbyggingu  og mannlíf á Norðurlandi á næsta hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, hefur fjárfest mikið í uppbyggingu þar í bæ og mun fjalla um áhrif bættra samgangna. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi, mun vera með erindi undir yfirskriftinni „Er ekki kominn tími til að tengja?“ og fjalla þá um áhrif Vaðlaheiðagangna. Einnig verður Þóroddur Bjarnason, prófessor hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og formaður stjórnar Byggðastofnuna, með erindi um samgöngu- og byggðamál á fundinum.

Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri næstkomandi föstudag kl.12.00. Fundarstjóri verður Eva Hrund Einarsdóttir.