Sena ehf. hagnaðist um 82,4 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um helming frá fyrra ári.

Velta félagsins hátt í tvöfaldaðist, nam tæpum 3,4 milljörðum króna, en í upphafi síðasta árs sameinaðist það Senu Live ehf. og CP Reykjavík ehf. Eignir félagsins eru rúmlega 1,1 milljarður en skuldir 686 milljónir.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að COVID-faraldurinn muni hafa mikil áhrif á yfirstandandi ár.