Á Vesturlandi glíma sveitarfélög við áhrif gengisfallsins og minnkandi skatttekjur. Skuldastaðan er víða alvarleg, einkum á Snæfellsnesi og í Borgarbyggð, þar sem mikill samdráttur hefur verið í tekjum auk áfalla í atvinnulífi í kjölfar hruns bankanna. Skuldir á hvern íbúa nema í Borgarbyggð tæplega einni milljón. Víða eru þær hærri eins og á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum þar sem meðaltalsskuldin á íbúa er 1,7 milljónir. Vandamálið í Borgarbyggð, eins og svo víða á Vesturlandi, er öðru fremur erfiður grunnrekstur vegna veikari tekjustrauma.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu.