Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn mátu áhrifin af gengislánadómi Hæstaréttar frá fimmtánda febrúar síðastliðnum á tæplega sextíu og fjóra milljarða króna í uppgjörum sínum fyrir síðasta ár. Samanlagður hagnaður bankanna nam þrátt fyrir það tæplega 30 milljörðum. Greint er frá þessu á Vísi .

Íslandsbanki birti sitt uppgjör í dag, en í síðustu viku kynntu Arion banki og Landsbankinn sín uppgjör. Þrátt fyrir þetta högg sem bankarnir fengu á sig er staða þeirra traust samkvæmt efnahagsreikningum þeirra, en eiginfjárhlutfall þeirra allra er um eða yfir 20%.