Rekstrartekjur viðskiptabankanna sem Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti í jukust um 32% milli áranna 2009 og 2010. Óreglulegir liðir vega þungt í uppgjörum bankanna og dregur ekki úr áhrifum þeirra milli ára, segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslunnar, í inngangi forstjóra í nýútkominni skýrslu sýslunnar. Þar er fjallað um stöðu og rekstur fjármálastofnana á síðasta ári.

Elín Jónsdóttir, fyrrv. forstjóri Bankasýslu ríkisins, á aðalfundi Landsbankans 2011.
Elín Jónsdóttir, fyrrv. forstjóri Bankasýslu ríkisins, á aðalfundi Landsbankans 2011.
© BIG (VB MYND/BIG)
Elín segir ennfremur að arðsemi af reglulegum rekstri Arion banka og Landsbankans hafi verið ófullnægjandi á árinu 2009 en batnaði hinsvegar á árinu 2010. „Að mestu leyti má þakka bætta arðsemi auknum vaxtamun sem stafaði af breytingum í vaxtaumhverfi á árinu 2010. Vaxtatekjur bankanna þriggja jukust um 35% á árinu 2010.“