Leiðandi hagvísir Analytica lækkaði um 0,1% í janúar. Þá voru gildi síðustu mánuði endurskoðuð niðurávið. Þó bendir hagvísirinn til hagvaxtar yfir langtímaleitni.

Samdráttur á aflaverðmæti vegna sjómannaverkfalls hafði mest áhrif til lækkunar en þrír af sex undirliðum hagvísisins lækkuðu frá í desember. Þrátt fyrir lækkun nú þá virðast langtímauppleitni mikilvægra undirþátta enn sterk og mikill vöxtur er í komum ferðamanna. Þó eru enn áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum.

Leiðandi hagvísir Analytica er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum.

Leiðandi hagvísi Analytica er hægt að lesa hér, fyrir áhugasama.