Áhrifa af veikingu íslensku krónunnar í gær gætir víða, segir greiningardeild Landsbankans.

Veikingin er væntanlega afleiðing þess að fjárfestar eru að verða varari um sig og nýir fjárfestar munu að öllum líkindum vanda val sitt á fjárfestingarkostum enn frekar, hefur greiningardeildin eftir Divyang Shah, sérfræðingi hjá IdeaGlobal.

Sem dæmi má nefna veiktust gjaldmiðill Póllands um 1,4% gjaldmiðill Ungverjalands um 1,5% og Tékklands um 0,9% gagnvart evrunni í gær.

Áhrifanna gætti einnig í Brasilíu en gjaldmiðill landsins veiktist um 1,3% gagnvart bandaríska dollarnum.

Einnig veiktist gjaldmiðill Tyrklands um 1,4% og Indlands um 0,6% gagnvart dollarnum, segir greiningardeildin.