Könnun Bloomberg meðal ýmissa leiðandi aðila í menntun, fjármálum, iðnaði, stjórnmálum og tækni sýndi að sú bók sem mest var vísað í er bókin Hillbylly Elegy: A Memoir of a Family and Culture in Crisis, eftir J.D. Vance.

Í könnuninni, sem gerð er árlega, vísuðu forseti greinar Seðlabanka Bandaríkjanna í Minneapolis, Neel Kashkari, Harvard prófessorinn Greg Mankiw, varastjórnarformaður BlackRock Philip Hildebrand og stofnandi Kase Capital Management Whitney Tilson, öll til bókarinnar.

Segir í fréttinni ástæðuna vera tilraunir fólksins til að skilja betur heiminn sem þeir séu staddir í, nú þegar popúlismi hefur fleytt Donald Trump í forsetastólinn og Bretar hafi kosið að yfirgefa Evrópusambandið.

Aðrir titlar sem oft voru nefndir eru The Man Who Knew: The Life and Times of Alan Greenspan, eftir Sebastian mallaby, The Silk Roads: A New History of the World, eftir Peter Frankopan og The Euro and the Battle of Ideas, eftir Markus K. Brunnermeier, Harold James og Jean-Pierre Landau.