Stjórnvöld í Kína hafa sektað kínverska streymisgjafann (e. livestreamer) Huang Wei um 1,34 milljarða yuan , eða sem nemur 27,4 milljörðum króna, vegna skattsvika. Um er að ræða lið í baráttu forsetans Xi Jinping gegn áhrifavöldum, að því er kemur fram í frétt Bloomberg .

Kínversk skattyfirvöld segja að Wei, einnig þekkt sem Viya, hafi komist hjá sköttum að andvirði 643 milljónum yuan, eða um 13,1 milljarði króna, með því að hylja tekjur sínar og gefa upp rangar fjárhæðir í skattframtali á árunum 2019 og 2020.

Wei baðst opinberlega afsökunar á Weibo, sem líkist samfélagsmiðlinum Twitter, og sagðist „innilega sakbitin“ (e. deeply guilty). Wei er meðal stærstu stjörnunum á markaðstorginu Taobao, í eigu Alibaba, en hún auglýsir húsgögn, tísku- og snyrtivörur.

Sektin er til marks um áherslur kínverskra stjórnvalda að herða tök sín á sviði samfélagsmiðlum og streymisveitum ásamt því að keyra á herferð Xi um sameiginlega velsæld.

Í september síðastliðnum innleiddu kínversk skattyfirvöld hertari reglur sem ná til áhrifavalda og streymisgjafa. Í síðasta mánuði voru áhrifavaldarnir Zhu Chenhui og Lin Shanshan sektaðir um 15 milljónir dala fyrir skattaundanskot. Síður þeirra á Taobao og Weibo miðlunum eru í dag auðar.