Breskt bankakerfi hefur gríðarlega hagsmuni af því að írskir bankar farið ekki í þrot.  Samkvæmt upplýsingum frá alþjóðlega greiðslumiðlunarbankanum (e. Bank for International Settlements (BIS)) er hefur engin þjóð og ekkert bankakerfi jafn mikla hagsmuni af því að úr rætist á írlandi eins og Bretar því áhætta breskra banka sé mest allra gagnvart Írlandi.

Áhætta breskra banka nemur að mati BIS um 140 milljörðum punda, eða um 25.000 milljörðum íslenskra króna.  Áhætta Royal Bank of Scotland, sem breska ríkið á 41% hlut í, er mest og nemur um 50 milljörðum punda og eru því hagmunir breska ríkisins miklir.