Íbúðalánasjóður sat uppi með mikið lausafé, sem erfitt var að ávaxta, eftirað bankarnir fóru að lána til íbúðakaupa. Ekkertútilokar að það gerist aftur en kostnaðurinn lendir á skattgreiðendum.

Nokkuð hefur verið fjallað um slæma fjárhagsstöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) en að mati starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nemur fjárþörf sjóðsins um 2-3% af landsframleiðslu. Það jafngildir 30-45 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú tæp 3% sem er undir eigin langtímamarkmiði.

Þar bendir Ívar á að árið 2004, þegar bankarnir komu inn á íbúðalánamarkað, hafi uppgreiðslur á lánum sjóðsins numið um 236 mö.kr. til ársloka 2006. Sjóðurinn hafi á sama tíma dregið út þau húsbréf sem hægt var að draga út.

Í kjölfarið setti sjóðurinn um 100 ma.kr. í fjárstýringu hjá bönkunum í þeirri von að ávaxta það fé sem sjóðurinn sat uppi með eftir uppgreiðslur bankanna. Ekki var hægt að ávaxta fjármagnið með öðrum hætti þannig að ávöxtunin væri í takt við skuldbindingar sjóðsins. Í stuttu máli þá glataðist mikill hluti þessa fjármagns við bankahrunið.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .