Áhættuálag á skuldatryggingum [e. ?credit default swaps?] Kaupþings lækkaði á mörkuðum í dag, í kjölfar frétta af 42 milljarða króna sambankaláni bankans. Þetta hefur DowJones Newswires eftir sérfræðingi hjá evrópskum banka.

Haft er eftir sérfræðingnum að nýlega hafi fjárfestar efast um getu Kaupþings til að fjármagna starfsemi sína, og því hafi áhættuálagið hækkað. En bankinn hafi nú sannað að hann geti enn safnað fjármagni.