Erla starfaði síðast sem ráðgjafi hjá reKode Education í Techstars viðskiptahraðlinum í New York. Erla situr í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins.

„Það hefur verið mikill vöxtur í ferðaþjónustunni undanfarin ár en því miður hefur fjölgun starfsfólks með fagmenntun ekki haldist í hendur við þennan mikla vöxt. Starfsmannamálin verða krefjandi verkefni fyrir okkur á komandi árum.“

Erla er mikil áhugamanneskja um körfubolta og spilaði sjálf í 11 ár en er nú komin upp í stúku og styður lið sitt Snæfellfrá Stykkishólmi af kappi og mætir helst á alla leiki bæði í kvenna- og karlakörfunni. Hún nýtir hvert tækifæri til að komast í góða fjallgöngu og fer á hverju sumri í eina langa göngu í góðra vina hópi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .