Frestur til að skila inn tilboðum í Húsasmiðjuna hefur verið framlengdur fram að hádegi á miðvikudag. Upphaflega átti fresturinn að renna út á miðnætti í gær.

Frá þessu greinir fréttavefurinn Vísir og hefur eftir Pétri Óskarssyni hjá Framtakssjóði Íslands, eiganda Húsasmiðjunnar, að frestur hafi verið gefinn til að svara spurningum þeirra sem áhuga hafi á fyrirtækinu.

Tólf tilboð hafa borist í Húsasmiðjunar og einstakar einingar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, sem annast söluferli Húsasmiðjunnar í umboði Framtakssjóðs Íslands, hefur farið yfir tilboðin.