Haft er eftir Sólveigu Pétursdóttir, forseta Alþingis, að Íslendingar og Sádi-Arabar geti mikið lært af hvor öðrum og að báðar þjóðirnar hafi mikið fram að færa á alþjóðavettvangi á MENAFN-fréttavefnum. Sólveig fór fyrir sendinefnd þingmanna sem heimsótti Sádi-Arabíu á dögunum.

Sendinefndin heimsótti meðal annars viðskiptaráð borgarinnar Jedda og kemur fram í frétt MENAFN að Sólveig hafi lagt áherslu í erindi sínu að Íslands hafi verið eitt fátækasta land Evrópu við lok seinni heimstyrjaldarinnar en sökum frjálsræðis í efnahagsmálum væri það eitt það ríkasta nú. Ennfremur er haft eftir Sólveigu að Íslendingar hafi áhuga á að auka viðskipti sín við Sádi-Araba.

Sádi-Arabar flytja inn vörur til Íslands fyrir um tvo milljarða íslenskra króna á ári hverju meðan að Íslendingar flytja út vörur til Sádi-Arabíu fyrir um sex milljarða. Fram kemur í frétt MENAFN að helstu útflutningsvörur Íslendinga eru fiskur og landbúnaðarvörur.