Að sögn Stefáns Guðjónssonar hjá John Lindsey hf. hafa þeir greint verulegan aukinn áhuga á vörum þeirra. John Lindsay á og rekur einnig matvælaframleiðandann Agnar Ludvigsson sem framleiðir Royal vörurnar, þar á meðal Royal búðinga og Royal lyftiduft. Að sögn Stefáns hafa þeir fengið nokkrar fyrirspurnir erlendis frá varðandi vörur þeirra og er nú verið að skoða aukna framleiðslu með útflutning í huga. "Það er alveg ljóst að þetta eru spennandi hlutir sem fá okkur til að hugsa öðruvísi. Svona áform geta stækkað okkur mikið," sagði Stefán.

Þrátt fyrir að flestir landsmenn óski þess að krónan styrkist þá hefur veiking hennar einnig fært atvinnulífinu tækifæri. Þannig hafa margir framleiðendur iðnvara upplifað nýja tíma, bæði vegna aukinnar sölu innanlands og nýrra tækifæra til útflutnings.

Árið 2006 var vægi iðnaðar í gjaldeyristekjum þjóðarinnar um 21%. Þá var krónan talsvert sterkari en núna þegar hún er um 30% frá því sem mætti kallast raungengi. Margvísleg iðnaðarstarfsemi nýtur góðs af þessu eins og kom fram í síðasta Viðskiptablaði.