Áhugi auglýsenda á markaðssetningu sem spyrst út (e. Word-of-Mouth) er að færast í aukana vegna sprengingarinnar sem orðið hefur orðið í efni sem netnotendur skapa sjálfir, til dæmis bloggsíðum, myndböndum og þátttöku á samfélagssíðum eins og MySpace.


Engu að síður fer mest af markaðssetningu sem spyrst út fram utan vefheima eða um 90%, að því er fram kemur í frétt breska vikuritsins Advertising Week. Þar er sagt að þessi markaðssetningartækni byggi tilverurétt sinn á því að samband neytenda við vörumerki hafi breyst mjög, meira að segja bara á síðasta ári - og að það sem spyrst út hafi áhrif á hegðun neytenda.
Á síðasta ári var engum fjármunum varið í Bretlandi í markaðssetningar sem spyrst út en nú verður 5-10% markaðspeninga fyrirtækja varið í þessa markaðsgátt. Sumir sérfræðingar segja þetta þó tískuorð sem fæstir markaðssérfræðingar skilji til hlítar.
Gegnsæi er gríðarlega mikilvægt í markaðssetningu sem spyrst út. Að ráða leikara til þess að ræða um vörur í strætó, líkt og að falsa blogg, er siðlaust. Vörumerki verða að vera gegnsæ, annars treysta neytendur þeim ekki, segir í fréttinni. Góð leið til þess að reka slíka herferð er að finna hóp af þá sem hafa mikil áhrif; einhverja sem fólk teystir og leyfa þeim að prófa vöruna eða vörumerkið.