Bæði erlendir og innlendir aðilar hafa verið að kaupa sig inn í hluthafahóp Stoða að undaförnu. Í lok apríl síðastliðins var um 15% af útgefnu hlutafé Stoða í eigu erlendra aðila, að mestu alþjóðlegra stórbanka. Í gögnum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum kemur fram að 15 stærstu hluthafar Stoða áttu um 94% hlut í félaginu í lok apríl síðastliðins. Stoðir er óskráð félag.

Áhugi frá upphafi

Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, staðfestir að það hafi verið hreyfing í hluthafahópnum. „Það hefur í raun verið hreyfing alveg frá því að við kláruðum endurskipulagningu en hún hefur færst í aukana á þessu ári.“ Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa áhugasamir kaupendur í mörgum tilfellum sett sig í samband við þá sem áttu áður skuldabréf útgefin af Stoðum, en fengu litla hluti í félaginu eftir nauðasamning þess, með það fyrir augum að kaupa hlut þeirra. Auk þess hafa einhverjir af 15 stærstu hluthöfum félagsins selt hluta af eign sinni.

Stærstu eigendur Stoða eru skilanefndir Glitnis og Landsbankans, Arion banki og Nýi Landsbankinn. Saman eiga þessir aðilar, eða eigendur

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.