Wall Street
Wall Street
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Virði rússnesku leitarvélarinnar Yandex er 8 milljarðar dala, samkvæmt skráningu félagsins í kauphöll vestanhafs í dag. Gríðarleg umframeftirspurn var eftir bréfum félagsins og hækkaði gengi bréfanna um 42% frá útboðsgengi á Wall Street í dag.

Fréttastofa Reuters segir að eftirspurn í fyrsta útboði hafi ekki verið jafn mikill og siðan Google skráði sig á markað á árinu 2004 Áhuginn er rakinn til velgengni LinkedIn við skráningu sinna hlutabréfa fyrr í mánuðinum, og þykir gefa vísbendingar um hvernig markaðurinn mun bregðast við þegar, og ef, Twitter og Facebook skrá sig á hlutabréfamarkað.

Yandex er rússnesk leitarvél gerð af stæðrfræðingnum Arkady Volzh og á rætur að rekja til ársins 1997. Hingað til hefur tap af rekstri verið mikið og tekjur litlar. Fjárfestar sem komu snemma að borðinu geta þó andað léttar. Miðað við gengi bréfanna á Wall Street í dag hafa þeir sem keyptu í félaginu árið 2000 um það bil fimmhundruð-faldað fjárfestingu sína.