Eftir afhroð Samfylkingarinnar í Alþingiskosningunum sem fóru fram um helgina hefur öllum starfsmönnum flokksins verið sagt upp , formaðurinn hefur sagt af sér og líklegt er að flokkurinn tapi stórum hluta af fjárveitingum sínum frá ríkinu.

Óvænt hefur því myndast eftirspurn eftir endurvakningu Alþýðuflokksins, sem var jafnaðarmannaflokkur sem gekk inn í Samfylkinguna árið 1999 segir í Fréttatímanum í dag. Þar er haft eftir Guðmundi Árna Stefánssyni, formanni Alþýðuflokksins og fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar, að hann hafi fengið fjölmörg símtöl um helgina þar sem að upp komu hugmyndir um endurreisn Alþýðuflokksins. Flokkurinn varð hundráð ára gamall á þessu ári.

Flokkurinn var aldrei formlega lagður niður - en starfsemi hans rann saman við Samfylkinguna - sem átti að vera breið fylking jafnaðarmanna. Samfylkingin hlaut hins vegar einungis 5,7% greiddra atkvæða í nýafstöðnum kosningum.

Guðmundur Árni segir meðal annars í samtali við Fréttatímann að margir jafnaðarmenn á Íslandi í dag upplifi sig sem heimilislausa. Þegar hann er spurður hvort að flokkurinn verði endurreistur svarar hann að það verði að koma á daginn. Samkvæmt heimildur Fréttatímans er þó mikill áhugi um endurreisn flokksins.