*

laugardagur, 16. nóvember 2019
Innlent 12. október 2019 09:01

Áhugi á falsfréttum stóraukist

Þegar skyggnst er í leitartölfræði Google er engu líkara en að falsfréttir hafi ekki verið til fyrr en síðla árs 2016.

Ritstjórn
vb.is

Falsfréttir hafa verið fyrirferðarmiklar í umræðunni á síðustu árum. Þegar skyggnst er í leitartölfræði Google er þó engu líkara en að þær hafi ekki verið til fyrr en síðla árs 2016. Svo er auðvitað ekki, en þá komust þær í fréttir með afgerandi hætti og þetta hugtak festi sig í sessi.

Sem sjá má eru falsfréttir nátengdar forsetaframboði Donalds Trump vestanhafs, en segja má að hann hafi komið hugtakinu í umræðuna, en hátindurinn var snemma árs 2018, þegar hann birti eigin „verðlaunalista“ yfir helstu falsfréttir. Næst komust fréttir af vanmáttugri herferð Facebook gegn þeim síðla árs 2018. Áhuginn er mismikill, mestur í Brasilíu Bolsanaro.