Innan veggja tryggingafélagsins VÍS hefur það verið til skoðunar hvort gera eigi tilboð í Kviku banka. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að þetta sé enn á hugmyndastigi innan VÍS, en engin tilboð verið viðruð eða viðræður hafnar, enda hefði þurft að tilkynna um slíkt til Kauphallarinnar.

Heimildarmenn Viðskiptablaðsins staðfesta að þetta hafi verið til skoðunar um nokkra hríð, en ræturnar munu liggja í því þegar ákveðið var að hætta við arðgreiðslur til hluthafa VÍS og annarra tryggingafélaga eftir kröftug mótmæli. Þá hafi hafist vinna við að skoða hvað annað væri hægt að gera við féð, fyrst það var ekki greitt út til hluthafa. Ein hugmyndin hafi verið sú að athuga hvort grundvöllur væri fyrir því að kaupa Kviku.