Hagnaður Kellogg Co´s jókst á síðasta ársfjórðungi, en tekjurnar eru minni en búist var við. Sala á morgunkorni framleiðandans er undir væntingum. Fyrirtækið framleiðir meðal annars Korn flakes, Frosted Flakes og fleiri vörur. Sala í Norður-Ameriku jókst á síðasta ársfjórðungi og má það meðal annars rekja til þess að fyrirtækið keypti framleiðanda Pringles snakksins.

Rétt eins og Kellogs er aðalsamkeppnisaðilinn, General Mills, sem framleiðir Cheerios, í miklu basli á markaði með morgunkorn og hefur verið að leita nýrra leiða til þess að auka sölu. Ein leiðin hefur verið sú að auka áherslu á fullorðna við markaðssetningu.

John Bryant, forstjóri Kellogs, telur að fyrirtækið þurfi að leggja meiri áherslu á næringargildi morgunkornsins til þess að miðaldra fólk og hátekjufólk neyti morgunkornsins í meira mæli.

Það var CNBC sem sagði frá þessu.