Sverrir Einar Eiríksson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Domus Nova, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að gríðarlegur áhugi sé á vel reknum veitinga- og gistihúsum í miðborg Reykjavíkur um þessar mundir. Sem dæmi var gistiheimilið Loki við Lokastíg í 101 Reykjavík auglýst til sölu og nú hafa yfir 20 aðilar sýnt eigninni áhuga.

Það sama er að segja um veitingahúsi í miðbætnum, að sögn Sverris. „Ég er eiginlega alveg undrandi. Það virðist vera mikill áhugi á öllu sem viðkemur þjónustu við ferðamenn,“ segir hann í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í dag.

Miðbær
Miðbær
© BIG (VB MYND/BIG)