Töluverður hópur fólks hefur sett sig í samband við Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að bjóða stofnuninni heppilegt húsnæði undir rekstur hans. Þá hafa einnig aðilar sett sig í samband við RÚV í þeim tilgangi að geta nýtt sér húsnæði RÚV. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við VB.is. Eins og kunnugt er þykir húsnæðið sem RÚV hefur núna í Efstaleiti bæði of dýrt og óhentugt. Því hafa stjórnendur RÚV lýst yfir áhuga á því að skipta um húsnæði

„Þetta eru allskonar aðilar sem eiga lóð og húsnæði sem vilja leigja okkur eða selja og aðrir aðilar sem vilja ræða við okkur um húsnæðið og lóðina. En okkur hefur ekki fundist tímabært að hefja viðræður við neinn af þessum aðilum,“ segir Magnús Geir.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, greindi frá því á fésbókarsíðu sinni í gær að á borgarráðsfundi hafi verið samþykkt að ganga til viðræðna við RÚV ohf um húsnæðis- og lóðamál stofnunarinnar, á grundvelli erindis frá útvarpsstjóra.