Líkingamálið sem menn styðjast við þessa dagana segir allt um alvarleika ástandsins á fjármálamörkuðum. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er sagður hafa ýtt á kjarnorkuhnappinn þegar hann liðkaði fyrir brunaútsölu á fjárfestingarbankanum Bear Stearns fyrir rúmri viku. Rætt er um að geislavirkar eignir sé að finna í skuldabréfavafningum og öðrum fjármálagjörningum sem enginn vill sjá né taka inn á sínar bækur um þessar mundir.

Vísanir í atómorkuna eru ekki úr lausu lofti gripnar. Óvissan sem ríkir á fjármálamörkuðum magnast upp vegna afleiðuviðskipta sem gera það að verkum að erfitt er að greina samband orsakar og afl eiðingar: Það er enginn tilviljun að frægasti fjárfestir heims, Warren Buffet, líkti afl eiðuviðskiptum eitt sinn við gereyðingarvopn fjármálamarkaða og að sumir sérfræðingar líki ástandinu sem nú er uppi á mörkuðum við því sem gerist þegar kjarnaofnar bræða úr sér: Afl eiðingarnar bitna á þeim sem síst skyldi.

Nánar er fjallað um málið í úttekt í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .