Hlutabréf lækkuðu nokkuð í Evrópu í dag og nokkuð meira en Úrvalsvísitalan íslenska sem lækkaði um 3,86% í dag.

Auknar áhyggjur af bandarískju efnahagslífi eru talin meginástæða lækkunar í Evrópu að mati Wall Street Journal.

Mest var lækkunin í Ítalíu en þar lækkaði vísitalan um 7,54% en á Ítalíu lækkuðu markaðir um 5,17%.

Í Belgíu og á Bretlandi nam lækkunin 5,48%, í Frakklandi lækkuðu markaðir um 6,83%, Í Þýskalandi um 7,16%, í Hollandi 6,14% og í Noregi lækkuðu markaðir um 6,51%.