Ilugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem miðar meðal annars að því að lögbinda lágmarksskilyrði ef sveitarfélag útvistar allri grunnskólaþjónustu sinni til einkaaðila.

Frumvarpið felur það í sér að ef einkaaðila yrði falið að reka alla grunnskóla í sveitarfélagi bæri honum skylda til að tryggja að ákvæði grunnskólalaga væru uppfyllt og að kennsla í skólum yrði nemendum að kostnaðarlausu, líkt og sveitarfélagið ræki þá sjálft. Frumvarpið veitir skýrari fyrirmæli en núgildandi lög um að einkareknir grunnskólar sem eru fjármagnaðir af sveitarfélögum skuli lúta sömu reglum og aðrir grunnskólar hvað gæði varðar og eyða jafnframt réttaróvissu um það hvort slíkt sé yfirhöfuð heimilt.

Telja um grundvallarbreytingu að ræða

Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar leggst gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Telur minnihlutinn að frumvarpið afnemi bann við að einkaaðilar reki alla grunnskóla sveitarfélags. Þá lýsir minnihlutinn áhyggjum yfir því að almannahagsmunum kunni að vera fórnað ef einkaaðilar reki grunnskóla í stað sveitarfélaga

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .