Fréttir af yfirtökutilboði Thomson á Reuters í vikunni hafa vakið upp áhyggjur vegna hugsanlegrar fákeppni á fjármálaupplýsingamarkaðinum. Sameinað félag Reuters og Thomson myndi ráða yfir um 34% hlutdeild af markaðinum, einu prósenti meira heldur en keppinauturinn Bloomberg.

Þrátt fyrir að félögin muni reyna að halda því fram að með sameiningu þeirra verði til mikilvægt mótvægi við Bloomberg á markaði þá er ljóst að samningurinn mun þurfa að ganga í gegnum langt ferli samkeppnisyfirvalda í bæði Bandaríkjunum og hjá Evrópusambandinu.