Brýnt er að hefja viðhalds- og uppbyggingarstarf bæði í Hæstarétti og héraðsdómi. Þetta sagði Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélagsins, á aðalfundi félagsins í gær. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi áhyggjur af stöðu dómstólanna. Langvarandi fjársvelti sé farið að segja til sín.

Algengt er að vegna álags að dómarar hæstaréttar séu að kveða upp dóma í þriggja manna hópi en áður var algengast að þeir væru fimm saman, að sögn Skúla. Einnig bendir Skúli á að tiltölulega fáir umsækjendur séu um laus dómaraembætti.