Talið er að flugfélagið SAS sé að verða gjaldþrota en þetta kemur fram á vef sænska dagblaðsins Expressen og á vef RÚV. Expressen halda því fram að ef stjórnendur félagsins leysa ekki úr fjárhagsvandræðunum að þá munu tugþúsundir farþega þurfa að breyta ferðaáætlunum sínum.

Menn velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ætli að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins. Blaðafulltrúi SAS segir að ný rekstraráætlun sé væntanleg í fyrramálið en staðfestir ekki þessar fullyrðingar Expressen.