Nú virðist sem skortur geti orðið á íslensku nautakjöti síðar á árinu með tilheyrandi áhrifum á íslenska grilláhugamenn. Auka þarf innflutning þegar framleiðslan dregst saman vegna uppskerubrests. Fréttastofa RÚV greinir frá því að þetta hafi komið fram á aðalfundi Landssambands kúabænda sem fram fór í Egilsstöðum nú um helgina.

Útlit er fyrir skort á nautakjöti þrátt fyrir að aldrei hafi verið framleitt meira. Bændur hér á landi anna ekki eftirspurn eftir kjötinu. Erfitt reynist að auka framleiðsluna og hefur uppskerubrestur á fóðri um norðan og vestanvert landið haft sitt að segja. Á síðasta ári var flutt inn nautakjöt erlendis frá fyrir um 300 milljónir króna.