Heimildir Viðskiptablaðsins herma að innan Seðlabankans hafa menn miklar áhyggjur af þeirri þenslu sem virðist í vændum, sér í lagi ef aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar reynist ófjármagnaður. Úr Seðlabankanum fást enda talsvert önnur tíðindi en koma fram í máli þeirra sérfræðinga sem Viðskiptablaðið ræddi við úr atvinnulífinu.

Stýrivaxtahækkanir dempa bæði verðbólgu og hagvöxt. Á meðan þeir sérfræðingar sem Viðskiptablaðið ræddi við nefndu að stýrivextir gætu hækkað um 1,5-2,0% er talað um það innan Seðlabankans að stýrivextir þurfi að hækka um 3% á þessu ári og 1% til viðbótar árið 2016. Þetta kemur skýrt fram í greiningu Seðlabankans á áhrifum kjarasamninga á efnahagslífið sem birtist á vefsíðu fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er sú spá metin nokkuð nærri lagi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .