*

fimmtudagur, 24. september 2020
Erlent 11. ágúst 2020 17:59

Airbnb á markað í faraldrinum

Frumútboð frá Airbnb er væntalegt á þessu ári en félagið var nýlega metið á 18 milljarða dollara.

Ritstjórn
epa

Airbnb hyggst sækja um skráningu á hlutabréfamarkað síðar í þessum mánuði og gæti ferlið klárast á þessu ári, samkvæmt heimildum WSJ. Félagið var nýlega metið á um 18 milljarða dollara og lækkaði úr 31 milljarði frá fyrra mati.

Félagið verður því eitt af stærstu skráðu félögum sem ganga út frá svo kölluðu deilihagkerfi, þar mætti einnig nefna Uber og Lyft. Airbnb hafði áður stefnt að skráningu fyrr á þessu ári en því var frestað sökum heimsfaraldursins.

Sjá einnig: Sektað um 15 milljónir vegna Airbnb

Fjárfestingabankinn Morgan Stanley og Goldman Sachs eru sagðir sjá um útboðið. Airbnb, sem er með höfuðstöðvar sínar í San Fransisco, er með um 6.300 starfsmenn og var stofnað árið 2008.

Stikkorð: hlutafjárútboð Airbnb