Bandaríska tryggingafélagið AIG, sem bandarísk stjórnvöld björguðu fyrir horn s.l. haust, hefur ákveðið að endurnýja ekki styrktarsamning sinn við breska knattspyrnufélagið Manchester United en samningurinn rennur út í maí árið 2010.

Samkvæmt samningnum greiðri AIG að greiða 14 milljónir Sterlingspunda í fjögur ár fyrir auglýsingu á búningum félagsins auk þess að greiða um 5 milljónir punda á ári til rekstrarfélags Man.Utd., MU Finance

Ekki liggur ljóst fyrir hvort AIG mun slíta samning sínum við MU Finance en snemma á síðasta ári var undirritaður 6 ½ árs samningur milli félaganna. Samningurinn felur í sér sérþjónustu fyrir viðskiptavini MU Finance á tryggingum, greiðslukortum og fasteignalánum.

Eins og kunnugt er nú unnið að endurskipulagningu AIG eftir að tryggingafélagið fékk um 150 milljarða dali (um 109 milljón pund) frá bandarískum yfirvöldu fyrr í haust en þar með tóku yfirvöld yfir um 80% af félaginu.

Í tilkynningu frá Man.Utd. kemur fram að félagið á nú þegar í viðræðum við aðra aðila um að styrkja félagið. Talsmaður félagsins segir að ekkert óeðlilegt sé við það að hafa þegar byrjað viðræður við aðra aðila þar sem því fylgi mikil vinna að skipta um búninga og aðrar vörur félagsins.