Tap AIG tryggingarisans á 2. ársfjórðungi nam 5,36 milljörðum dala (427,6 milljarðar íslenskra króna) en á sama tíma í fyrra skilaði félagið 4,28 milljarða dala hagnaði.

Í júní var framkvæmdastjóra félagsins, Martin Sullivan, sagt upp störfum og Robert Willumstad tók við hans starfi.

AIG tapaði tæplega 6,1 milljarði dala á 2. fjórðungi vegna niðurfærslu á verðmæti fasteignatendra fjárfestinga félagsins.

Hlutabréf AIG lækkuðu um 18% á Bandaríkjamarkaði í dag.