Bandaríski tryggingarisinn AIG hefur gengist við kröfum bandarískra yfirvalda en eins og kunnugt er orðið varð félagið gjaldþrota í síðustu viku og ákváðu bandarísk stjórnvöld að taka yfir rekstur þess.

Bandaríski Seðlabankinn, með umboði fjármálaráðuneytisins, mun greiða um 85 milljarðar dala fyrir AIG gegn því að fá um 80% hlutafjár þess.

Í tveggja ára samningi milli AIG og Seðlabankans kemur fram að AIG mun þurfa að greiða fjármagnið til baka á tveimur árum á 8,5% vöxtum sem eru „þeir einu sem í boði voru“ eins og það er orðað í frétt Reuters.

Félagið hefur heimild til að selja eignir með samþykki Seðlabankans en í umræðum síðustu daga hefur komið fram að eina leiðin til að greiða fjármagnið til baka sé að selja bæði eignir og rekstrareiningar.

Viðmælandi Bloomberg fréttaveitunnar segir Seðlabankann vera með AIG í gjörgæslu næstu tvö árin. Þannig megi stjórnendur AIG „varla hreyfa sig“ án þess að Seðlabankinn samþykki það.