American International Group (AIG) tapaði 2,4 milljörðum dala eða 260 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. AIG var bjargað að bandarískum stjórnvöldum í fjáramálakrísunni haustið 2008 og fékk lán að upphæð 100 milljörðum dala. Til samanburðar hagnaðist tryggingarisinn um 455 milljónir dala á sama tíma í fyrra.