Aðilar vinnumarkaðarins yfirgáfu Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu nú fyrir skömmu, þungir á brún. Þeir vildu lítið tjá sig við fjölmiðla, en sögðu þó allir að engin niðurstaða hafi komið út úr fundinum.

„Alls ekki bara neitt,“ sagði Gylfi Arinbjörnsson, forstjóri ASÍ, aðspurður um niðurstöðu fundarins.

Einn viðmælandi Viðskiptablaðsins sagði mikla óvissu vera með allt saman ennþá, enginn viss neitt.

Auk Geirs H. Haarde forsætisráðherra sátu þau Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, fundinn.