„Aðildin að ESB hefur hjálpað Eystrasaltsríkjunum til að halda efnahagslegum stöðugleika," segir Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir að það hafi sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að aðild að ESB sé töfralausn fyrir ríki í svipuðum aðstæðum og nú blasa við hér á landi.

„Þótt Eystrasaltsríkin séu ennþá með ósamhverfar hagsveiflur gagnvart evrunni og séu að aðlegast evrunni og þótt þau séu með hávaxtastefnu þá njóta þau þess vegna aðildar að ERM2 að þeim bjóðast öryggislínur frá Evrópska Seðlabankanum. Löngu áður en kemur að evruaðild og upptöku evru njóta ríki fyrirgreiðslu úr Evrópska Seðlabankanum.

„Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir," sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið í dag.

„Það sýndi sig hjá Svíum árið 1992 og það sýndi sig hjá Finnunum. Í báðum tilvikum skapaði yfirlýsing um að stefnt væri að aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru forsendur fyrir efnahagslegan stöðugleika, sem ekki var á valdi þessara ríkja að skapa sér sjálf."