Air Asia mun í upphafi þessarar viku bjóða upp á barnlaus svæði í flugvélum sínum í flugum til Kína, Tævan, Japan, Kóreu, Ástralíu og Nepal. Fréttamiðillinn cnn.com segir frá þessu í dag.

Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu segir að nú bjóði þeir upp á himneskan pakka fyrir þá sem vilja hugarró. Sætin á barnlausa svæðinu kosta örlítið meira eða frá 11 og upp í 35,5 bandaríkjadali í viðbótarkostnað.

Georgia Hobica, stofnandi Airwatchdog.com bendir þó á að sé barn með nógu sterk lungu getur öskur þess alveg borist um vélina, alveg eins og sígrettureykurinn barst um alla vél og yfir á reyklausasvæðið í gamla daga.

Barnlausa svæðið er með mildari lýsingu en á milli þess og gólandi barnahjarðarinnar aftar í vélinni eru salerni, sem eiga hugsanlega að dempa öskrin og önnur barnahljóð.