Flugfélagið Atlanta ehf., sem þekkist einnig sem Air Atlanta hagnaðist um 1,3 milljónir Bandaríkjadala árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn jafngildir um 152 milljónum íslenskra króna. Félagið er í fullri eigu Haru Holding ehf., en raunverulegir eigendur þess eru þeir Hannes Hilmarsson, Stefán Eyjólfsson, Geir Valur Ágústsson og Helgi Hilmarsson.

Rekstrarreikningur fyrirtækisins sýnir að tekjur ársins 2015 hafi numið rúmum tæpum 258 milljónum dala. Þetta er lakari árangur en árið 2014, þá numu tekjur fyrirtækisins 277 milljónum dala. Fyrirtækið hagnaðist um 1,32 milljónum dala, en hagnaðist um 522 þúsund dali árið 2014.

Á efnahagsreikningi fyrirtækisins, kemur fram að eignir Atlanta hafi samtals numið 88 milljónum dala árið 2015, en þær numu 86 milljón dollurum árið 2014.

Eigið fé ársins 2015 nam samtals rétt rúmum 30 milljónum dala. Skuldir félagsins námu samtals 57 milljónum dala og hafa hækkað lítillega milli ára.

Stjórn félagsins skipa Geir Valur Ágústsson, Stefán Eyjólfsson og Hannes Hilmarsson. Endurskoðandi fyrirtækisins er PWC ehf. á Íslandi.