Það er mikið um fréttir af erfiðleikum flugfélaga þessa dagana. Nú berast þau tíðindi að Air Berlin kunni að leggja stærri hluta flugvélaflota síns en áður var talið og að til standi hjá félaginu að hækka fargjöld, sérstaklega á fyrsta farrými.

Air Berlin hafði áður tilkynnt að til stæði að hætta að nota 14 af flugvélum sínum, sem eru 10% flugvéla félagsins. Nú virðist sem það gæti verið aðeins fyrsta skrefið í víðtækari aðgerðum.

Air Berlin er næststærsta flugfélag Þýskalands. Með aðhaldsaðgerðunum vill félagið spara andvirði 150 milljóna evra, en þegar hefur rekstrarkostnaður þess lækkað um 35 milljónir evra á þessu ári.

Framkvæmdastjóri félagsins er bjartsýnn á að hagnaður verði á rekstri þess á þessu ári, samkvæmt frétt Reuters