Finnska flugfélagið Air Finland óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum. Stjórnendur félagsins segja hátt verð á flugvélaeldsneyti og fækkun farþega ástæðu þess að félagið fór í þrot.

Vélar Air Finland fóru fyrst í loftið árið 2003 og hafa farþegar verið í kringum 400.000 þúsund á hverju ári. Félagið hefur sinnt farþegaflugi fyrir ferðaskrifstofur og farið til helstu sumardvalarstaða, svo sem Krýtar, Grikklands, Portúgals, Spánar, Tyrklands auk Dúbaí. Um þúsund farþegar félagsins eru nú strandaglópar á áfangastöðum félagsins.